Fara í innihald

Spjall:Listi yfir forsætisráðherra Bretlands

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ég sleppti þessum millifyrirsögnum af því að mér fannst þær tilgangslausar á 20 öld, sérstaklega eftir að konungurinn er orðinn lítið annað en puntembætti. En það er auðvitað lógískt að hafa þetta í ljósi þess að það verður seinna að bæta við öllum forsætisráðherrum aftur í aldir og þá skiptir máli hver konungurinn er, enda forsætisráðherrar ráðherrar konungs. Þannig að þetta er til bóta, og sömu leiðis myndirnar og litakóðunin. En er ekki einhver leið að láta allar töflurnar vera jafn stórar og láta dálka innan þeirra standast á? Það er hálf klúðurslegt að þær séu allar misbreiðar og síðan verður ekki nærri eins þægileg á að líta. Svo er enn annað: Mér finnst þetta orðalag "Forsætisráðherrar undir Játvarði 7. (1901–1910)" vera klúðurslegt og vond bein þýðing. Er ekki réttara að segja "Forsætisráðherrar í tíð...". Og að lokum: Mér finnst alveg hreint skelfilegt að Wikipedia skuli hafa tölur í konungaröðum með arabískum tölustöfum. það er löng hefð fyrir því að konunganúmer séu með rómverskum tölustöfum. Ef Wikipedia innleiðir arabíska tölustafi á konunganöfn verður ógerlegt að berja það inn í nemendur að þeir eigi að skrifa konunganöfn með rómverskum tölustöfum. Má ég biðja um að þetta verði haft með rómverskum tölustöfum? Svo þarf einhver að taka að sér að skrifa um alla þessa herramenn! MagnúsSveinnHelgason 9. desember 2010 kl. 01:34 (UTC)[svara]

Það er ekki skrifað könunganöfn með rómverskum tölustöfum hér á íslenska Wikipediunni... veit ekki af hverju en svona er það. Þessi síða er í vinnslu... bíddu aðeins við og þá verður hún allt í lagi. Maxí 9. desember 2010 kl. 01:52 (UTC)[svara]
Ég leyfi mér að fullyrða að það er villa sem ber að leiðrétta! Ef það er stefna að skrifa konunganöfn með arabískum tölustöfum þarf að breyta þeirri stefnu því hún er í andstöðu við almennt viðtekna hefð. Ef menn treysta sér ekki til að hafa rómverska tölustafi í titlum á færslum geta menn skrifað fyrsti annar og svo framvegis með bókstöfum. Mér sýnist líka að á erlendum Wikipediasíðum séu konunganöfn almennt með rómverskum tölustöfum (sænska, finnska, norska, þýska og enska wikipedia) - eina erlenda wikipediasíðan sem hefur tekið upp þessa villu er sú danska - og danir hafa almennt mjög lélelgan sans fyrir mikilvægi málhefða, og því mjög varhugavert að ætla að fara að éta upp ósiði og öfugþróun þeirra! MagnúsSveinnHelgason 9. desember 2010 kl. 07:53 (UTC)[svara]
Svo er annað atriði: Varðandi nöfn á Whigs og Tories. Hér hefur Whigs almennt verið þýtt sem Viggar. Eigum við að halda okkur við þá hefð, og hvað eigum við þá að gera við Tories? Ég er annars að vinna í að bæta við forsætisráðherrum á tímum Viktoríu drottningar, bara til að við förum ekki að tvívinna eitthvað. MagnúsSveinnHelgason 9. desember 2010 kl. 08:20 (UTC)[svara]
Ég ætlaði ekki að vera dónalegur en ég vildi bara láta þig vita að síðan var í vinnslu. Það að skrifa konunganöfn með arabískum tölustöfum á að ræða í Pottinum þannig að það er eitthvað sem við þyrftum að breyta um alla íslensku Wikipediuna. Spurning um íslenskt orð á Tories er eitthvað sem ég veit ekkert um. Maxí 9. desember 2010 kl. 23:20 (UTC)[svara]